Kjarval
íslenskur texti
Kjarval
English edition
Louisa Matthíasdóttir
Silfur hafsins
Gull Íslands

Síldarsaga Íslendinga
Mikines
Rússnesk-íslensk orðabók
Leiðréttingar og viðaukar við Rússnesk-Íslensk orðabók
Orðabókar-
málfræði
FORSÍÐA
Untitled Document

Rússnesk-íslensk orðabók

Þessi gagnmerka orðabók próf. Helga Haraldssonar er talin meðal vönduðustu tvítyngdra orðabóka sem gerðar hafa verið og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, eins og sjá má í ritdómum sem nefndir eru hér að neðan. Bókin er nærri 1.000 bls. í vönduðu bandi, með meira en 50.000 flettum.

ISBN 9979-9194-3-4

 
 
Höfundur afhendir hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands eintak af orðabókinni að Bessastöðum 3. febrúar 1997.

Leiðréttingar og viðaukar.
Rússneska sambandsríkið.
Orðabókarmálfræði.

NOKKRIR RITDÓMAR
Dóma um Rússnesk-íslensku orðabókina má m.a. finna í neðantöldum ritum:
1) Anatoly Liberman, Scandinavian Studies 10, 1998, pp. 270-273.
2) Frantisek Cermák – Helena Kadecková , Slovo a slovesnost, 2. LIX – 1998, pp. 151-154.
3) O. A. Smirnickaja, E.M. Tsjekanilina: "Russko-islandskij slovar' Khel'gi Kharaldssona". Moscow State University Bulletin, Series 9, Philology, nr. 4, Moscow 1999, pp. 148-152.
4) Árni Bergmann, Fréttabréf Háskóla Íslands, 5. tbl., 19. árg. maí 1997, bls. 22.
5) Jiři Marvan, Islandská lekce pro slavistiku a bohemistiku. Severské listy 1998.
6) Gunnar Ólafur Hansson, Íslenskt mál og almenn málfræði, 22. árg., 2000, bls. 231-249.
7) Yelena Yershova, Íslenskt mál og almenn málfræði, 22. árg., 2000, bls. 251-259.
8) Jiři Marvan , Islandská sága o jazyce. O jednom počinu slovníkářském. Í bókinni Jiři Marvan , Brána jazykem otevíraná, bs. 231-234 (ACADEMIA, 2004)

Orðabókin þín er hreinasta gersemi. Ég hef starfað um hríð sem málfræðilegur ráðgjafi í orðanefnd rafmagnsverkfræðinga. Þýdd eru hugtök úr alþjóðlegum stöðlum um einstaka málaflokka, t.d. einn um einangrun loftlína, annar um spennistöðvar etc. Hugtökin eru á nokkrum heimsmálum, þ.á m. rússnesku og sænsku. Mér datt í hug í vetur þegar allt virtist siglt í strand við þýðingu á einu orði að leita að þýðingu þinni á rússneska hugtakinu, og síðan hefur ekki liðið sá fundur (vikulega) að ég hafi ekki bók þína við höndina. Þar finnum við oft frumlegustu og myndrænustu þýðinguna, sú sem bendir hvað skýrast á hvernig íslensk tunga bregst við þeirri hugsun sem í hinum erlendu orðum felast, og ekki þarf að efast um ágæti orðanna. Í bókinni er ekki annað en safarík og kjarngóð íslenska á hverri síðu.

Úr tölvupósti frá Baldri Sigurðssyni, dósent við Kennaraháskóla Íslands til Helga Haraldssonar í mars 1999.