Kjarval
íslenskur texti
Kjarval
English edition
Louisa Matthíasdóttir
Silfur hafsins
Gull Íslands

Síldarsaga Íslendinga
Mikines
Rússnesk-íslensk orðabók
Leiðréttingar og viðaukar við Rússnesk-Íslensk orðabók
Orðabókar-
málfræði
FORSÍÐA
Untitled Document

Kjarval

Bókin um Jóhannes S. Kjarval er veigamesta og glæsilegasta verk sem gefið hefur verið út um íslenskan listamann en Kjarval hefur löngum verið talinn meistari íslenskrar myndlista. Þar eru listferli og persónu Kjarvals gerð ítarleg skil í máli og myndum. Að auki eru í bókinni myndskreyttur æviannáll og yfigripsmiklar tilvísana- og myndaskrár.
     Í bókinni er að finna 516 listaverk og 150 ljósmyndir og hafa fjölmargar þeirra ekki áður komið fyrir sjónir almenninga. Bókin fæst í tveimur útgáfum, íslenskri og enskri.

Litprentun, 640 bls., 30.5 x 29.0 sm, innbundin
ISBN 9979-9639-2-1 (íslenska)
ISBN 9979-9639-0-5 (enska)

Forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, afhent eintak af Kjarvalsbók að Bessastöðum í október 2005. (Ljósmynd: Christopher Lund).
 
Forsetinn blaðar í Kjarvalsbók að Bessastöðum í október 2005. (Ljósmynd: Christopher Lund).
 
Kjarvalsbókin fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005
í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.
 

 

UMSAGNIR OG DÓMAR

„Þessi bók sómir sér vel meðal veglegustu listaverkabóka heimsins, svo vel er hún úr garði gerð í alla staði”.
Þorvaldur Gylfason prófessor, Fréttablaðið 13/6 2006

„Þessi bók er gersemi hvar sem á hana er litið”
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Skírnir – vor 2006

„Þess ótrúlega Kjarvalsbók slær öll met í vandvirkni og metnaði í útgáfu á Íslandi”
Jón Yngvi Jóhannson bókmenntafræðingur í Kastljósi, desember 2005

„Stórvirki”
Leiðari Morgunblaðsins 15/10 2005

„Þessi bók verður viðmið í útgáfu listaverkabóka á Íslandi í framtíðinni”
Dr. Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands

„Glæsilegasta listaverkabók sem komið hefur út á íslensku frá upphafi”
Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri í Pennanum

„Þetta er bók sem aðrar íslenskar listaverkabækur verða miðaðar við um ókomin ár”
Fréttablaðið í desember 2005

„Það hafa verið notuð stór orð til að lýsa þessari bók og skal tekið undir þau öll á þessum vettvangi. Hún er afrek, hvernig sem á hana er litið.”
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Tímarit Máls og menningar, nóvember 2006

„Bókin er vafalaust sá minnisvarði um Kjarval sem lengst verður í minnum hafður...” „Nesútgáfan hefur sett nýtt viðmið í útgáfu bóka um myndlist hér á landi...” „Einstakt rit sem auðgar mynd okkar af þessum mikla listamanni og mun halda nafni og verkum Kjarvals á lofti meðal komandi kynslóða.”
Dagný Heiðdal listfræðingur, Saga – Tímarit Sögufélags, haust 2006